SKÁLDSAGA

Goðsögur frá ýmsum stöðum

Goðsögur frá ýmsum stöðum hefur að geyma valdar goðsögur sem þrátt fyrir óræðan aldur eiga fullt erindi við okkur í dag. Er það Baldur Hafstað sem hefur haft veg og vanda að útgáfunni. Goðsögur eru líkar ævintýrum og þjóðsögum að því leyti að þær höfða mjög til ímyndunaraflsins . Þá eru þær einkar vel til þess fallnar að skapa umræðu sem eflir gagnrýna hugsun. Oft greina goðsögur frá einhvers konar sköpun (svo sem tilurð þokunnar, sbr. grænlensku söguna Hvernig þokan myndaðist). En mjög gjarnan er viðfangsefnið maðurinn sjálfur og vandi hans í tilverunni. Slíkar sögur eru óþrjótandi uppspretta umræðu og geta verið ómetanlegar fólki sem þarf stöðugt að fóta sig í ótryggri tilveru.

Í sögunum í þessari bók má lesa margt milli línanna. Þær birta okkur ýmis sannindi um manninn og umhverfi hans, styrk hans og veikleika, vonbrigði og þrár. Sögusviðið nær yfir hálfan heiminn, allt frá Asíu og Miðjarðarhafslöndum til Grænlands, með viðkomu í Ásgarði.


HÖFUNDUR:
Baldur Hafstað
ÚTGEFIÐ:
2015
BLAÐSÍÐUR:
bls. 88

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :